Tuesday, April 12, 2011

Frönsk súkkulaðikaka

Þessi er súkkulaðibomba!
Ég fékk hana í matarboði um daginn með gömlu stjórninni minni og var það meistari Hildur Sara sem gerði hana. Ég ákvað svo að prófa að gera hana sjálf og fór með í vinnuna. Ég get sagt að vinnufélagar mínir kláruðu hana á no time.  Hún er hættulega góð.


Frönsk súkkulaðikaka
200 gr smjör
200 gr suðusúkkulaði
2 dl sykur
1 dl hveiti
4 egg

Bræddu saman smjörið og súkkulaðið við vægan hita og hrærðu í við og við. Á meðan skaltu hræra eggin og sykurinn í drykklanga stund. Bættu síðan hveitinu varlega við annars púðrast allt á þig. Að svo stöddu er súkkulaði-smjörbomban væntanlega tilbúin nema þú hafir gleymt að kveikja undir eða átt lélega eldavél. Blandaðu þessu varlega við deigið. Taktu form og smyrðu það með örlitlu smjöri, bara örlitlu því það er jú komið slatti nú þegar, ekki satt. Skelltu hele dóteríen í formið og inní ofn sem skal vera stilltur á 170°c. Bakaðu í 20-30 mín eftir því hversu blauta þú vilt hafa kökuna,
Þegar þú hefur tekið kökuna út skaltu kæla hana þar til hún er alveg köld og þá skaltu setja kremið á. Innihald kremsins er eftirfarandi:

70 gr smjör
150 gr suðusúkkulaði
2-3 msk. Síróp
Allt sett í pott og hitað við vægan hita.

1 comment:

  1. ohhh þetta er svo góð kaka, Snorri fann einmitt þessa uppskrift fyrir mig. Á nammidag í dag, og er einmitt að baka þessa! get ekki beðið eftir því að háma hana í mig :)

    ReplyDelete