Saturday, October 15, 2011

Grænmetisofnréttur

Ég hugsaði nú til hennar Karenar Axels þegar ég bjó til þennan rétt um daginn. Ákvað því að taka myndir af þessu fyrir hana.

Ég byrjaði að raða grænmetisbuffunum í mót. Þessi sem ég notaði núna voru grænmetisbuff úr IKEA en venjulega nota ég Chili-buff eða brokkolí-buff frá Maður lifandi.
 Skar niður og steikti það grænmeti sem mig langaði að hafa: Hef venjulega púrrulauk, kúrbít og sveppi en fínt að nota bara það sem til er og mann lystir í. Einnig setti ég smá hvítlauk til að hrista upp í bragðinu.

 Henti steikta grænmetinu ofan á buffin, henti rifnum ost yfir það og svo inn í ofn í ca.10-15 mín (þar til mér finnst osturinn orðinn nógu bræddur)

 Ég hafði svo hrísgrjón og heimatilbúið guacamole með.

Friday, October 14, 2011

Föstudagskokteillinn #9: Kaffi

Í tilefni biturleika kvöldsins (ég kemst ekki á Airwaves) þá ætla ég að setja uppáhaldskaffið mitt hérna því það er eini "kokteillinn" sem ég fæ í kvöld.

Brasilía frá Kaffitári:
Sem og
Espresso Pietre frá Te&Kaffi en þessa kaffiblöndu bjó félagi minn hann Steinar Halldórsson til þegar hann keppti í Kaffibarþjónakeppninni 2010.

Njótið föstudagskvöldsins

Thursday, October 13, 2011

Frönsk súkkulaðikaka með hvítu súkkulaðikremi

Ég fékk þessa uppskrift hjá Steinunni Pálmadóttur, samstarfskonu í Landsbankanum. Það er syndsamlegt hvað hún er góð! Mæli mjög með henni ef þið viljið dísætan eftirrétt.

Kaka:
4 stk egg
200 gr sykur
200gr smjör
200gr suðusúkkulaði
Egg og sykur þeytt vel saman og smjör og  súkkulaði brætt í potti. Blandað saman þegar súkkulaðiblandan hefur kólnað og bakað í 25mín á 180°C á blæstri, um leið og hún er tekin út er hún sett í ísskáp, þannig að hún hætti að bakast. (helst yfir nótt)  (var sett í hringlaga form)
Hvítt krem:
200gr hvítt cadburry dream súkkulaði
100 ml rjómi
Sett saman í pott. Bræða saman. Fylgjast vel með. Láta standa í í rúma 1 klst. Í ískáp þangað til kremið er orðið vel þykkt.

Borið fram með bláberjum.

Sunday, October 9, 2011

Basilíku- og Bankabyggsbuff

Þessa uppskrift fékk ég í einhverri af Hagkaupsbókunum. Mjög gott!

4 dl soðið bankabygg
1/2 búnt basilíka
10 stk. sólþurrkaðir tómatar
5 stk. ólífur
1 dl fetaostur (setti venjulegan ost)
1 stk. hvítlauksrif
1 msk kapers (ég sleppti þessu)
salt og pipar

rasp:
1/2 dl sólblómafræ
1/2 dl graskersfræ
1/2 dl sesamfræ

Skella öllu hakkinu í matvinnsluvél, móta og veltið buffunum upp úr raspinu. Steikið á pönnu. Gott er svo að setja í poka og geyma í frysti ef þetta er of mikið :)

Friday, October 7, 2011

Föstudagskokteillinn #8: Watermelon Agua Fresca

3/4 bolli vatn
1/4 bolli sykur 
2 tsk skorin mintulauf
1 tsk lime
1 tsk  sítróna
6 bollar niðurskorin vatnsmelóna (taka fræin út)
1/8 bolli ferskur lime safi
1 tsk ferskur sítrónusafi
vodka


Partýdrykkur!


Sjá einnig eldri föstudagskokteila: HÉR

Wednesday, October 5, 2011

heimatilbúin Pizza

Deigið:
250g spelt
3 tsk vínsteinslyftiduft (eða venjulegt)
1/2 tsk oregano
1-2 msk ólífíuolía
125 ml heitt vatn

Tómatsósa:
1 dós niðursoðnir tómatar, 400g
3 msk tómatmauk
4-6 stykki hvítlauksrif
2 tsk oregano
2 tsk basilíka
2 tsk timjan

Á myndinni setti ég það sem til var á heimilinu:
- Spínat
- Ananas
- Tómatar
- Maís
- Skinka
- Ostur
- Oregano

Monday, October 3, 2011

Næturdrottning

Mjög einföld uppskrift en þarf góðan tíma í framkvæmd. Ef þú ætlar að hafa þetta í eftirrétt er best að gera þetta kvöldið áður eða snemma um morguninn.

Uppskriftin er svona:

6 eggjahvítur
6msk sykur

stífþeytt og sett í eldfast mót. Stilla ofninn á 250°C og þegar kakan er sett inn í ofninn er slökkt á honum. Þetta þarf að liggja í ofninum í a.m.k. 5 klukkutíma. Passa að opna ekki ofninn á meðan!

Best er svo að gera kremið rétt áður en kakan er sett á borðið.

Kremið:
6 eggjarauður
6 msk sykur

Hrært við vægan hita og smá sítrónusafi (eða appelsínusafi) settur út í.

Best er að bera þetta fram með ís og/eða ávöxtum.